George Eliot
George Eliot er höfundarnafn Mary Anne (stundum skrifað Mary Ann eða Marian) Evans, en hún var enskur skáldsagnahöfundur, skáld, blaðamaður, þýðandi og einn fremsti rithöfundur Viktoríutímans.
Hún skrifaði sjö skáldsögur, þar á meðal Adam Bede (1859), The Mill on the Floss (1860), Silas Marner (1861), Middlemarch (1871–72), og Daniel Deronda (1876). Flestar þeirra eru þekktar fyrir raunsæi og djúpt innsæi höfundar í mannlegt sálarlíf.
Að eigin sögn tók hún sér höfundarnafn karlmanns til þess að tryggja að verk hennar yrðu tekin alvarlega. Á þeim tíma voru ritverk kvenna gefin út undir þeirra eigin nöfnum, en Eliot vildi forðast þá staðalímynd að konur skrifuðu einungis léttar rómantískar sögur. Einnig vildi hún halda skáldverkum sínum aðskildum frá þeim skrifum sem hún var þegar þekkt fyrir sem ritstjóri og bókmenntagagnrýnandi. Að auki er mögulegt að hún hafi viljað skýla einkalífi sínu og forðast hneyksli vegna samband síns við hinn gifta George Henry Lewes, en þau bjuggu saman í yfir 20 ár.